Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, valdi í dag Michael Owen, sóknarmann Newcastle, í B-landsliðshóp Englands sem mætir A-landsliði Albaníu í Burnley þann 25. maí. Owen hefur aðeins leikið tvo deildaleiki síðan hann sleit krossband í hné í leik með enska landsliðinu gegn Svíum á HM síðasta sumar.
Engir leikmenn frá Chelsea, Arsenal og Liverpool voru valdir í hópinn og frá Manchester United er aðeins Alan Smith.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Paul Robinson (Tottenham), Ben Foster (Watford).
Varnarmenn: Phil Neville (Everton), Joleon Lescott (Everton), Michael Dawson (Tottenham), Ledley King (Tottenham), Gareth Barry (Aston Villa), Nicky Shorey (Reading).
Miðjumenn: Owen Hargreaves (Bayern München), Phil Jagielka (Sheffield United), Aaron Lennon (Tottenham), Kieron Dyer (Newcastle), Scott Parker (Newcastle), Jermaine Jenas (Tottenham), Stewart Downing (Middlesbrough), David Bentley (Blackburn).
Sóknarmenn: Michael Owen (Newcastle), Jermain Defoe (Tottenham), Alan Smith (Manchester United), David Nugent (Preston).
Athygli vekur að Kevin Nolan og Kevin Davies frá Bolton eru ekki í hópnum. Báðir hafa verið orðaðir við landsliðssæti að undanförnu en þetta þykir áfall fyrir framavonir þeirra á þessum vettvangi. Þá var Joey Barton ekki valinn þar sem hann er í banni hjá Manchester City.