West Ham bjargaði sér en Sheffield Utd. féll

Alan Curbishley fagnar sigrinum í dag með Luis Boa Morte.
Alan Curbishley fagnar sigrinum í dag með Luis Boa Morte. Reuters

West Ham lagði Manchester United, 1:0, á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og heldur West Ham sæti sínu í deildinni. Wigan og Sheffield United áttust við í lokaumferðinni og hafði Wigan betur, 2:1. Sheffield United fellur í 1. deild ásamt Charlton og Watford. Aðeins einu marki munaði á Wigan og Sheffield United. Carlos Tevez skoraði markið á 45. mínútu.

Alan Curbishley knattspyrnustjóri West ham hrósaði leikmönnum liðsins í hástert eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvað aðrir segja um okkur en ég tel það vera afrek að koma á Old Trafford og sigra. Ég vona að ég þurfi aldrei að fara í gegnum svona fallbaráttu aftur og ég vona að West Ham þurfi aldrei að fara í gegnum fallbaráttu með þessum hætti. Frá því ég tók við liðinu hef ég sagt að West Ham hafi leikmenn sem geti breytt gangi mála hjá félaginu og það reyndist rétt,“ sagði Curbishley.

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði þriðja mark Reading á 77. mínútu gegn Blackburn og tryggði hann liðinu 3:3 jafntefli.

Úrslit dagsins:

Blackburn - Reading 3:3

McCarthy 21., Bentley 56., Derbyshire 67. - Ki-Hyeon 36.,Doyle 58., Brynjar Gunnarsson 77.

Bolton - Aston Villa 2:2

Speed 32., Davies 58 - Gardner 37., Moore 81.

Chelsea - Everton 1:1

Drogba 57. - Vaughan 50.

Liverpool - Charlton 2:2

Alonso 62., Kewell (vsp.) 90. - Holland 2., Bent 72.

Man. Utd. - West Ham 0:1

Tevez 45. -

Middlesbrough - Fulham 3:1

Viduka 34., 47., Wheater 45. - Davies 42

Portsmouth - Arsenal 0:0

Sheff Utd - Wigan 1:2

Stead 38. - Scharner 14., Unsworth (vsp.) 45.

Tottenham - Man City 2:1

Keane 10., Berbatov 32. - Mpenza 40.

Watford - Newcastle 1:1

King (vsp.) 52. - Dyer 29.

Lokastaðan:

Man Utd 89 stig
Chelsea 83 stig
Liverpool 68 stig
Arsenal 68 stig
Tottenham 60 stig
Everton 58 stig
Bolton 56 stig
Reading 55 stig
Portsmouth 54 stig
Blackburn 52 stig
Aston Villa 50 stig
Middlesbrough 46 stig
Newcastle 43 stig
Man. City. 42 stig
West Ham 41 stig
Fulham 39 stig
Wigan 38 stig
Sheff. Utd. 38 stig
Charlton 34 stig
Watford 28 stig

Carlos Tevez og Mark Noble.
Carlos Tevez og Mark Noble. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert