Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is „Ég á afar erfitt með að tjá mig mikið þessa stundina – ég er eins og blaðra sem allt loftið er úr. Þetta er stórkostleg stund fyrir mig, Björgólf Guðmundsson og alla stuðningsmenn West Ham," sagði Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á flugvellinum í Manchester í gær, stuttu eftir að ljóst varð að West Ham hafði bjargað sér frá falli í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Englandi á elleftu stundu – með glæsilegum sigri á Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford, 1:0.
„Það voru tvennir sigurvegarar sem fögnuðu hér í Manchester; leikmenn United, sem tóku á móti Englandsmeistarabikarnum, og við, sem fögnuðum sigri á meisturunum og tilverurétti okkar í úrvalsdeildinni. Þetta var ótrúleg stund og við Björgólfur vorum í sjöunda himni í stúkunni á Old Trafford – stoltir af okkar mönnum," sagði Eggert og hann sagði að framtíðin væri björt hjá West Ham.
Nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag.