West Ham ekki sloppið?

Leikmenn West Ham fagna eftir sigurinn á Old Trafford í …
Leikmenn West Ham fagna eftir sigurinn á Old Trafford í gær. Reuters

Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir ósigurinn gegn Wigan ætlar að leita eftir stuðningi hjá félögum í úrvalsdeildinni til að höfða mál gegn West Ham vegna mála Argentínumannanna Carlos Tévez og Javier Mascherano sem West Ham stóð rangt að þegar það fékk þá í sínar raðir.

Forráðamenn frá Wigan, Fulham, Charlton, Middlesbrough og Sheffield United segja að West Ham hefði átt að missa stig fyrir að standa ólöglega að félagaskiptum Argentínumannanna en West Ham fékk hæstu peningasekt sem félag á Englandi hefur fengið en hélt stigum sínum.

Kevin McCabe stjórnarformaður Sheffield United segist vonast til þess að fleiri félög í úrvalsdeildinni bætist í hópinn sem vilja hefja málrekstur gegn West Ham en nokkrir formenn félaganna ætla að hittast á fundi í dag og ráða ráðum sínum. West Ham tókst að bjarga sér frá falli með sigri á Manchester United í gær en Sheffield United, Charlton og Watford féllu. Carlos Tévez átti ekki síst stóran þátt í að West Ham tókst að bjarga sér en hann skoraði 7 mörk í þeim tíu leikjum sem hann spilaði í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert