Nýr fimm ára samningur hjá Gerrard í burðarliðnum

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool vonast til að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni sem fram fer í Aþenu í næstu viku. Gerrard á tvö ár eftir að núgildandi samningi sínum við Liverpool sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

„Ég er tilbúinn að skrifa undir samninginn hvar og hvenær sem er. Ég er að verða 27 ára gamall og vonandi skrifa ég undir langtímasamning og eyði þannig bestu árum á ferli mínum hjá Liverpool,“ segir Gerrard, sem hélt í dag ásamt félögum sínum í fimm daga æfingaferð til La Manga á Spáni sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan.

Talið er nýi samningurinn feli í sér að Gerrard fái 120.000 pund í vikulaun sem jafngildir 15 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert