Barton í steininn

Joey Barton hefur lent í ýmsum vondum málum utan vallar.
Joey Barton hefur lent í ýmsum vondum málum utan vallar. Reuters

Joey Barton miðvallarleikmaður Manchester City hefur verið handtekinn og er kominn á bakvið lás og slá. Barton er ákærður fyrir að hafa gengið í skrokk á samherja sínum, Ousmane Dabo, á æfingu Manchester-liðsins þann 1. þessa mánaðar.

Lögreglan í Manchester segir varðhaldsúrskurður Bartons gildi til 11. júlí en Ousmane Dabo kærði Barton fyrir að ráðast á sig með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut sár á auga og vörinni.

Dabo lýsti árásinni þannig að Barton hefði komið aftan að sér og slegið sig í höfuðið, og síðan látið höggin dynja á andliti sér þegar hann lá í grasinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert