Saha missir af bikarúrslitaleiknum

Louis Saha og Manchester Patrice Evra halda Englandsbikarnum á milli …
Louis Saha og Manchester Patrice Evra halda Englandsbikarnum á milli sín. Reuters

Franski sóknarmaðurinn Louis Saha verður ekki með Manchester United í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Saha á við meiðsli að stríða í hné og tekst ekki að ná sér af þeim í tæka tíð að sögn Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United.

Í gær kom í ljós að Gary Neville spilar ekki með Manchester-liðinu en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna meiðsla í ökkla.

Það er sömuleiðis skörð höggvin í liði Chelsea. Michael Ballack, Ricardo Carvalho og Andriy Shevchenko eru á meiðslalistanum og verða ekki með og þeir Ashley Cole, Jon Obi-Mikel og Arjen Robben eru allir tæpir vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert