Arsenal kaupir ekki Baptista

Julio Baptista mun ekki klæðast búningi Arsenal á næstu leiktíð.
Julio Baptista mun ekki klæðast búningi Arsenal á næstu leiktíð. REUTERS

Framherjinn Julio Baptista sem að var á láni hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal á þessari leiktíð mun snúa aftur til Real Madrid nú í sumar, en Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur tilkynnt honum að hann muni ekki nýta forkaupsrétt félagsins á leikmanninum.

Baptista skoraði 10 mörk í 35 leikjum með Arsenal á tímabilinu, en aðeins 3 þessara marka komu í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék 24 leiki.

Real Madrid keypti kappann frá Sevilla á 13.8 milljónir punda árið 2005, en hann náði aldrei að vinna sér fast sæti í stjörnuprýddu liði Real.

Ekki fylgir sögunni hvort þetta þýði að Jose Antonio Reyes sem fór sem lánsmaður frá Arsenal til Real Madrid snúi þá aftur til Arsenal, en ákvörðun um það verður líklega ekki tekinn fyrr en að spænsku deildinni lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert