Owen ánægður með endurkomuna

Michael Owen snýr af sér varnarmann Albaníu í leiknum í …
Michael Owen snýr af sér varnarmann Albaníu í leiknum í kvöld. Reuters

Michael Owen segist vera í góðu formi og vonast eftir því að verða valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Brasilíumönnum og Eistum í næsta mánuði. Owen átti endurkomu með enska landsliðinu í kvöld þegar hann lék með B-landsliðinu í 3:1 sigri á Albönum en framherjinn knái er nýkominn aftur á ferðina eftir langvarandi meiðsli.

,,Mér finnst ég vera kominn í gott form. Ég átti eitt gott færi í fyrri hálfleik en skaut rétt framhjá en ég var mjög sáttur við minn leik. Ég er ánægður með að hafa náð að spila í 90 mínútur og ég tel mig reiðubúinn að spila leikina í tvo í næsta mánuði. Ég finn ekkert til í hnénu og því fleiri leiki sem ég spila því betra leikform kemst ég í," sagði Owen en 11 mánuðir voru liðnir frá því hann klæddist landsliðstreyjunni síðast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert