Beckham valinn í enska landsliðið

David Beckham er aftur kominn í enska landsliðið.
David Beckham er aftur kominn í enska landsliðið. Reuters

David Beckham er aftur kominn í enska landsliðið í knattspyrnu en Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn sem etur kappi við Brasilíumenn og Eista í næsta mánuði. Beckham hefur verið úti í kuldanum frá því eftir HM í fyrra eða síðan McClaren tók við stjórn enska landsliðsins af Sven Göran Eriksson.

McClaren valdi 26 manna hóp og í honum er meðal annars Michael Owen sem ekki hefur leikið með liðinu í tæpa 11 mánuði eða frá því hann sleit krossband í hné í leik gegn Svíum á HM í fyrra.

Tveir nýliðar eru í hópnum, David Bentley, Blackburn, og Nicky Shorey í liði Reading. Wayne Rooney er ekki í hópnum þar sem hann tekur út leikbann gegn Eistum. Hópurinn sem McClaren valdi er þannig skipaður:

Markverðir:
Paul Robinson, Tottenham
Scott Carson, Charlton
Robert Green, West Ham

Varnarmenn:
Phil Neville, Everton
Rio Ferdinand, Man.Utd.
John Terry, Chelsea
Wayne Bridge, Chelsea
Wes Brown, Man.Utd.
Jamie Carragher, Liverpool
Michael Dawson, Tottenham
Ledley King, Tottenham

Nicky Shorey, Reading
Miðjumenn:
David Beckham, Real Madrid
Steven Gerrard, Liverpool
Jermaine Jenas, Tottenham
Joe Cole, Chelsea
Aaron Lennon, Tottenham
David Bentley, Blackburn
Michael Carrick, Man.Utd.
Frank Lampard, Chelsea
Stewart Downing, Middlesbrough

Sóknarmenn:
Kieron Dyer, Newcastle
Peter Crouch, Livrepool
Michael Owen, Newcastle
Alan Smith, Man.Utd.
Jermain Defoe, Tottenham

Englendingar mæta Brasilímönnum í vináttuleik á Wembley föstudaginn 1. júní og sækja svo Eista heim til Tallinn í undankeppni EM miðvikudaginn 6. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert