David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins æfði í fyrsta sinn með enska landsliðinu í dag undir stjórn Steve McClaren en Englendingar hófu í dag undirbúning fyrir vináttuleikinn gegn Brasilíumönnum sem fram fer á Wembley á föstudaginn.
Beckham var á laugardaginn valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn frá því McClaren tók við þjálfun þess eftir HM í Þýskalandi í fyrra en mikill þrýstingur var á landsliðsþjálfaranum að velja Beckham á nýjan leik en hann hefur farið á kostum með liði Real Madrid síðustu vikurnar.