Derby upp í úrvalsdeildina

Billy Davies knattspyrnustjóri Derby stýrði sínum mönnum upp í ensku …
Billy Davies knattspyrnustjóri Derby stýrði sínum mönnum upp í ensku úrvalsdeildina í dag. AP

Derby County tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði WBA í úrslitaleik, 1:0, á Wembley um þriðja lausa sætið í deildinni. Stephen Pearson skoraði sigurmarkið á 62. mínútu í leik sem ákaflega mikið var í húfi en áætlað er að félögin hafi verið að keppa um 60 milljónir punda, ríflega 7 milljarða íslenskra króna.

Fimm ár eru liðin frá því Derby lék síðast í úrvaldeildinni en liðið fylgir Sunderland og Birmingham upp í deild þeirra bestu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert