Benítez sagður ætla að bjóða í Malouda

Florent Malouda á fleygiferð í leik með franska landsliðinu.
Florent Malouda á fleygiferð í leik með franska landsliðinu. AP

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool er á fullu þessa dagana að vinna við að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil. Í gær fékk í sínar raðir tvo unga og efnilega Ungverja og í vikunni er búist við því að hann bjóði franska meistaraliðinu Lyon 10 milljónir punda í franska landsliðsmanninn Florent Malouda, knattspyrnumann ársins í Frakklandi.

Að sögn breska blaðsins Daily Mirror er Malouda ofarlega á óskalista Benítez en á honum eru einnig leikmenn á borð við Daniel Alves hjá Sevilla, Gabriel Milito, Real Zaragoza og Samuel Eto'o framherji Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert