Roman Abramovich eigandi Chelsea vísar þeim fregnum á bug að hann hafi ákveðið að leggja ekkert fé til leikmannakaupa fyrir næstu leiktíð. Abramovich segir að viðskipti verði stunduð á Stamford Bridge líkt og áður en í tíð hans sem eigandi Lundúnarliðsins hefur þessi vellauðugi Rússi verið óspar við að dæla út peningum til kaupa á stórstjörnum.
,,Þessar fréttir eru algjör vitleysa," sagði Abramovich í viðtali við útvarpsstöð í Moskvu. ,,Samskipti mín við Chelsea hafa ekkert breyst og ég hefði ekki viljað skipta á neinu sem ég hef gert með því," sagði Abramovich, sem þurfti að sjá á eftir Englandmeistaratitlinum til Manchester United.
Abramovich hefur eytt 250 milljónum punda, 31 milljarði íslenskra króna, í leikmannakaup frá því hann tók við völdum hjá félaginu fyrir fjórum árum.