Ryan Giggs, leikmaður Manchester United og fyrirliði velska landsliðsins, mun í kvöld tilkynna að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna. Giggs leikur kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Tékkum í undankeppni EM í Cardiff á laugardaginn og verðu það hans 64. landsleikur.
Giggsm sem gat valið á milli þess að spila fyrir England eða Wales á unga aldri, hefur aldrei tekist að komast á stórmót með Walesverjum. Þetta verður mikil blóðtaka fyrir welska landsliðið enda hefur Giggs verið þeirra besti leikmaður mörg undanfarin ár.
Giggs, sem er 33 ára gamall og varð enskur meistari með Manchester United í níunda sinn fyrr í þessum mánuði, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales gegn V-Þjóðverjum árið 1991, þá 17 ára og 321 daga gamall og varð á þeim tíma yngsti leikmaðurinn til að spila með landsliði Wales.