Claudio Pizarro kominn til Chelsea

Claudio Pizarro stefnir á toppinn með Chelsea.
Claudio Pizarro stefnir á toppinn með Chelsea. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Chelsea gekk í dag frá samningum við Claudio Pizarro, sóknarmann frá Perú, en félagið fær hann án greiðslu frá Bayern München í Þýskalandi.

„Mitt markmið er að vinna titla og ég á möguleika á því með Chelsea. Þar er Meistaradeild Evrópu mikilvægust, ég vonaðist eftir sigri þar með Bayern en við áttum ekki möguleika. Chelsea er gott lið me góðan þjálfara og góða sigurmöguleika. Ég hafði úr nokkrum áhugaverðum tilboðum að velja en þjálfarinn og forráðamenn Chelsea sýndu mér mikinn áhuga og það réð úrslitum," sagði Pizarro við sjónvarpsstöð Chelsea í dag.

Pizarro er 28 ára gamall og lék í heimalandi sínu til ársins 1999 þegar hann gekk til liðs við Werder Bremen í Þýskalandi. Þar lék hann í tvö ár en hefur síðan spilað með Bayern frá árinu 2001. Hann skoraði 71 mark í 174 deildaleikjum fyrir Bayern og 29 mörk í 56 leikjum með Bremen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert