Andy Cole á leiðinni til West Ham?

Andy Cole er orðaður við West Ham.
Andy Cole er orðaður við West Ham. Reuters

Andy Cole, sóknarmaðurinn reyndi, er orðaður við Íslendingafélagið West Ham í enskum fjölmiðlum í dag. Cole, sem er 35 ára gamall, leikur með Portsmouth en er sagður vilja komast þaðan til London og Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður hafa mikinn hug á að bæta honum í leikmannahóp sinn.

Cole á langan feril að baki en hann spilaði lengst með Manchester United, í sex ár, og skoraði þá 94 mörk í 195 leikjum í deildakeppninni. Hann hefur skorað 224 deildamörk á ferli sínum í Englandi, fyrir Fulham, Bristol City, Newcastle, Manchester United, Blackburn, Manchester City, Birmingham og Portsmouth, en ferilinn hóf hann hjá Arsenal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert