Chelsea ætlar að kæra Real Madrid til FIFA

Chelsea neitar því að hafa átt nokkrar viðræður við Real …
Chelsea neitar því að hafa átt nokkrar viðræður við Real Madrid um Arjen Robben. Reuters

Peter Kenyon, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Chelsea, sagði í dag að félagið myndi senda FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, skýrslu vegna ummæla Ramons Calderons, forseta Real Madrid. Calderon sagði í dag að félag sitt ætti í viðræðum við Chelsea um kaup á Arjen Robben, og væri jafnframt að ræða við leikmanninn sjálfan. Kenyon segir að ekkert sé til í þessu.

„En herra Calderon staðfestir að Real Madrid hafi rætt við Arjen. Þar af leiðandi munum við skrifa FIFA og óska eftir því að rannsakað verði að Real Madrid hafi rætt ólöglega við leikmanninn. Það hafa ekki verið neinir fundir né samtöl á milli íþróttastjóra Real Madrid, Predrags Mijatovic, og nokkurra fulltrúa frá Chelsea um framtíð Arjens Robbens," sagði Peter Kenyon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert