Viduka samdi við Newcastle til tveggja ára

Mark Viduka hefur fagnað mörkum mörkum á ferlinum.
Mark Viduka hefur fagnað mörkum mörkum á ferlinum. Reuters

Ástralski knattspyrnumaðurinn Mark Viduka skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Newcastle. Hann kemur frá nágrannaliðinu Middlesbrough en hann hafnaði nýjum samningi þar.

„Við höfum fengið leikmenn með geysimikla reynslu úr úrvalsdeildinni og hann er fæddur markaskorari. Hann hefur stærð og styrkleika til að vera í fararbroddi í sóknarleik okkur og fer í beina samkeppni við Shola Ameobi, sem hefur náð sér af meiðslum. Til viðbótar höfum við þá Obafemi Martins og Michael Owen, sem báðum hentar að spila með stóran framherja sér við hlið, þannig að við erum með tvo framherja í hvora stöðu fyrir komandi tímabil," sagði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle.

Viduka er 31 árs og hóf ferilinn með Melbourne Knights í heimalandi sínu. Hann er ættaður frá Króatíu og Úkraníu, og árið 1995 hélt hann til Króatíu og lék þar í þrjú ár með Croatia Zagreb. Skoska félagið Celtic keypti hann árið 1998 og þar lék Viduka í tvö ár.

Z Árið 2000 fór Viduka til Englands, til Leeds, og lék þar í fjögur ár. Með Middlesbrough hefur hann síðan spilað undanfarin þrjú ár. Á þessum sjö árum hefur Viduka skorað 85 mörk í 202 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, og hann hefur samtals gert 195 deildamörk fyrir félög sín á ferlinum.

Viduka lék fyrst með landsliði Ástralíu árið 1994 og hefur spilað með því 38 leiki og skorað 6 mörk. Hann hefur verið fyrirliði ástralska landsliðsins síðan í september 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert