Sam Allardyce knattspyrnustjóri Newcastle segir að vilji landsliðsmiðherjinn Michael Owen fara frá félaginu sé ekkert hægt að gera við því. Hann sé með klásúlu í sínum samningu um að hann geti farið fyrir ákveðið kaupverð.
Allardyce sagði þegar hann tók við starfinu í síðasta mánuði að það væri forgangsverkefni að fá mál Owens á hreint. Owen hefur verið meira og minna meiddur þau tvö ár sem hann hefur verið í röðum Newcastle og Freddy Shepherd, stjórnarformaður félagsins, hefur skorað á hann að lýsa yfir hollustu sinni við Newcastle og vera um kyrrt.
„Ef Michael vill fara, get ég ekkert gert við því, sérstaklega ekki ef annað félag kemur og greiðir þá upphæð sem tiltekin er í samningnum. Við höfum sjálfir hagnast á samskonar samningi sem gerði okkur kleift að fá Joey Barton," sagði Allardyce.
Owen hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Liverpool, en almennt er talið að hann hafi mikinn áhuga á að snúa aftur þangað.