Middlesbrough vill fá Grétar Rafn

Grétar Rafn fagnar sigri með AZ Alkmaar.
Grétar Rafn fagnar sigri með AZ Alkmaar. Reuters

Middlesbrough er á höttunum eftir landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni, leikmanni hollenska liðins AZ Alkmaar, að því er fram kemur á fréttavef Sky sjónvarpsstöðvarinnar í dag. Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, hefur verið að leita eftir hægri bakverði og er sagður tilbúinn að gera tilboð í Grétar Rafn.

,,Grétar er mjög ánægður hjá Alkmaar en það er draumur hans að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni. Enski fótboltinn myndi henta honum afar vel," segir Jerry de Koning, umboðsmaður Grétars, í samtali við hollenska blaðið Voetbal.

Grétar sem gekk til liðs við AZ Alkmaar frá svissneska liðinu Young Boys sumarið 2005 og er samningsbundinn liðinu til 2011, er metinn á um 4 milljónir punda, 505 milljónir íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert