Saha verður tilbúinn fyrir leiktíðina

Nýjustu fregnir af Saha herma að hann verði klár í …
Nýjustu fregnir af Saha herma að hann verði klár í slaginn í ágúst. AP

Umboðsfyrirtækið sem heldur utan um mál franska framherjans Louis Saha, leikmanns Manchester United, vísar því bug að Saha verði frá æfingum og keppni þar til í nóvember vegna hnéaðgerðar sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum. Það segir að Saha verði klár í slaginn þegar tímabilið hefst í ágúst.

Haft var eftir Ranko Stojic í enska blaðinu Manchester Evening News í morgun að Saha yrði ekki tilbúinn í slaginn fyrr en eftir 5-6 mánuði en í yfirlýsingu frá umboðsfyrirtækinu Stella Group segir meðal annars;

,,Saha er ekki í neinum tenglsum við Ranko Stojic. Hann gekkst undir vel heppnaða aðgerð í Bandaríkunum og það er fastlega reiknað með að hann verði klár þegar tímabilið hefst í ágúst".

Ranko Stojic er serbneskur umboðsmaður sem kom að sölunni á Saha frá Fulham til Manchester United fyrir þremur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert