Arnór Guðjohnsen: Ekkert heyrt frá Manchester United

Eiður Smári og Ronaldinho fagna marki með Barcelona.
Eiður Smári og Ronaldinho fagna marki með Barcelona. Reuters

Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára Guðjohnsen og umboðsmaður, segir í samtali við breska fjölmiðla í dag en enginn frá Manchester United hafi rætt við sig en vangaveltur hafa verið í enskum og spænskum blöðum að Eiður kunni að vera á leið frá Barcelona til ensku meistaranna.

,,Í sannleika sagt þá get ég staðfest að ég hef ekki heyrt neitt frá Manchester United. Þetta eru bara sögusagnir. Ég held að Barcelona muni fara yfir hlutina eftir lokaumferðina í deildinni á sunnudaginn og þá munum við eflaust sjá myndina skýrar hvað gerist hjá félaginu," sagði Arnór.

Spurður hvort Eiður yrði um kyrrt hjá Barcelona sagði Arnór; ,,Hugsanlega. Hann er mjög ánægður. Eiður hefur ekki spilað mikið með liðinu eftir áramótin en á meðan Eto'o var meiddur spilaði hann mikið og stóð sig vel. Ég veit að hann vill fá annað tækifæri á næsta tímabili þar sem hann vill sanna sig," sagði Arnór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert