Mourinho: Keppinautarnir munu eyða meiru en við

José Mourinho hefur ekki eytt pundi í leikmann í sumar.
José Mourinho hefur ekki eytt pundi í leikmann í sumar. Reuters

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að þetta sumarið verði félag sitt ekki það sem eyði mestum peningum í leikmenn. Keppinautarnir Manchester United, Arsenal og Tottenham muni öll verja meiri fjármunum til að styrkja sína leikmannahópa og þar með hljóti einhverjum öðrum en Chelsea að vera spáð titlum á næsta keppnistímabili.

Mourinho hefur bætt þremur leikmönnum í sinn hóp og fengið þá alla án greiðslu þar sem samningar þeirra voru útrunnir. Það eru Claudio Pizarro frá Bayern München, Steve Sidwell frá Reading og Tal Ben Haim frá Bolton. Hann reyndi að fá Benni McCarthy frá Blackburn en var hafnað.

„Við hjá Chelsea voru spurðir að því hvers vegna við unnum aðeins tvo titla á síðasta tímabili en ekki fjóra. Það voru hinsvegar ekki margir blaðamenn sem spurðu Rafael Benítez hjá Liverpool og Arsene Wenger hjá Arsenal hvers vegna þeirra félög unnu engan titil. Og hjá Manchester United fengu menn ekki margar spurningar um hvers vegna þeir unnu bara einn titil. Snýst fótboltinn um peninga? Ef svo er, vona ég að fjölmiðlar setji pressu á þá sem eyða mestum peningum í leikmenn því það verður örugglega ekki Chelsea," sagði Mourinho í samtali við tímarit félagsins, Chelsea Magazine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert