Chelsea í hóp átta sterkustu í Meistaradeild Evrópu

John Terry og félagar í Chelsea eru komnir í hóp …
John Terry og félagar í Chelsea eru komnir í hóp átta stigahæstu liðanna. Reuters

Chelsea er komið í hóp þeirra átta liða sem metin eru sterkustu félagslið Evrópu og fá þar með hagstæðari stöðu fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. England á nú fjögur af þeim átta liðum sem þannig er raðað upp fyrirfram.

Félögin fá stig samkvæmt árangri á hverju ári fyrir sig og samanlagður árangur Chelsea síðustu fimm árin nægir nú til að komast í þennan hóp. Röð liðanna átta er þessi:

1. AC Milan
2. Barcelona
3. Liverpool
4. Inter Mílanó
5. Arsenal
6. Real Madrid
7.-8. Chelsea
7.-8. Manchester United

Manchester United og Chelsea fara beint í riðlakeppnina en Arsenal og Liverpool þurfa að taka þátt í þriðju og síðustu umferð undankeppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert