Deschamps hafnaði Manchester City vegna sonar síns

Didier Deschamps hafnaði Manchester City.
Didier Deschamps hafnaði Manchester City. Reuters

Didier Deschamps, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu sem hætti störfum sem þjálfari Juventus á dögunum, sagði við franska íþróttadagblaðið L'Equipe í dag að hann hefði hafnað boði um að gerast knattspyrnustjóri Manchester City. Ástæðan væri sú að ekki hefði verið boðið uppá ásættanlega menntun fyrir son sinn í Manchesterborg.

„Manchester City var mjög spennandi kostur en það er enginn franskur skóli í borginni og ég á son, svo það var algjörlega óásættanlegt. Það kom ekki til greina að fórna fjölskyldulífinu fyrir vinnuna," sagði Deschamps, sem tók við Juventus eftir að liðið var dæmt niður í B-deildina en vildi síðan ekki halda áfram eftir að hafa komið því upp á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert