Eriksson sterklega orðaður við Man.City

Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Reuters

Thaksin Shinawatra væntanlegur nýr eigandi Manchester City staðfesti í samtali við enska fjölmiðla í dag að hafa átt viðræður við Svíann Sven Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfara Englendinga, um að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu.

,,Það fer góður orðstír af Sven og hann er mjög fær þjálfari. Ég hitti hann í síðustu viku og ræddi lítillega við hann," sagði Shinawatra sem lagt hefur inn 81,6 milljón punda tilboð í Manchester City sem stjórn félagsins hefur lagt til að verði tekið af hluthöfum þess.

Eriksson hefur ekkert starfað við knattspyrnuna síðan hætti þjálfun enska landsliðsins eftir HM í fyrra en á löngum þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt IFK Gautborg, Benfica, Roma, Fiorentina, Sampdoria og Lazio.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert