Heiðar boðinn til WBA í skiptum fyrir Kamara?

Heiðar Helguson gæti verið á leið til WBA.
Heiðar Helguson gæti verið á leið til WBA. AP

Fréttavefur Skysports segir í dag að Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, sé tilbúinn til að bjóða Heiðar Helguson uppí kaupin á sóknarmanninum Diomansy Kamara, sem er geysilega eftirsóttur þessa dagana. Fulham sé tilbúið til að greiða þrjár milljónir punda, um 375 milljónir króna, og Heiðar að auki til að krækja í þennan mikla markaskorara.

Willie McKay, umboðsmaður Kamara, staðfesti við Skysports að Fulham hefði mikinn áhuga á leikmanninum og væru tilbúnir að gera í hann nýtt tilboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert