Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry kom til Barcelona í kvöld en á morgun gengst kappinn undir læknisskoðun að því búnu mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við Katalóníuliðið.
Talið er Börsungar greiði Arsenal 16 milljónir punda fyrir Henry sem jafngildir tæpum 2 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur leikið með Arsenal í átta ár og hefur skráð nafn sitt rækilega í sögubækur Lundúnarliðsins.
Henry, sem er 29 ára gamall, skoraði 226 mörk í 364 með Arsenal. Hann varð tvívegis enskur meistari með Arsenal, vann ensku bikarkeppnina í tvígang og komst í úrslit með liðinu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona.