Eriksson gerir þriggja ára samning við Manchester City

Sven Goran Eriksson er nýr knattspyrnstjóri hjá Manchester City.
Sven Goran Eriksson er nýr knattspyrnstjóri hjá Manchester City. Reuters

Sven Göran Eriksson fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga hefur samþykkt tilboð frá Manchester City um taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu. Sky Sport fréttastofan greinir frá því að Eriksson muni gera þriggja ára samning við Manchester-liðið.

Sven Göran hefur verið í fríi frá knattspyrnuþjálfun frá því hann sagði skilið við enska landsliðið eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi síðastliðið sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka