Wenger lagði blessun sína yfir brotthvarf Henrys til Barcelona

Thierry Henry
Thierry Henry Reuters

Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við spænska knattspyrnuliðið Barcelona, að undangenginni læknisskoðun sem hann stóðst með glæsibrag. Forseti Barcelona sagði á fréttamannafundi þar sem Henry var kynntur, að félagið hafi lengi beðið eftir því að semja við leikmanninn.

,,Thierry Henry er leikmaður sem við höfum verið á höttunum eftir í mörg ár og það er afar ánægjulegt að hann sé nú kominn til okkar. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég semja við hann, við vildum fá hann til okkar í fyrra og þá vildi Johann Cruyff fá Henry þegar hann var við stjórnvölinn," sagði Johan Laporta, forseti Barcelona.Hinn 29 ára gamli Henry fékk úthlutað keppnistreyju númer 14 en það er sama númer og hann hafði hjá Arsenal.

,,Henry hefur verið framúrskarandi leikmaður fyrir okkur frá því hann kom til félagsins árið 1999. Í stuttu máli þá er hann goðsögn hjá Arsenal" er haft eftir Arsene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal, á vefsíðu félagsins. Wenger segir ennfremur að ekki hafi komið upp ágreiningur á milli hans og Henry´s út af félagaskiptunum: ,,Þetta var ákvörðun Henry´s að yfirgefa Arsenal en ég lagði blessun mína yfir ákvörðunina. Fyrir hönd allra hjá félaginuóska ég honum alls hins besta í framtíðinni"

Henry tók í sama streng á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa rætt við Wenger í rólegheitum:,,Við rifumst ekki út af brottför minni. Okkar sérstaka samband nær yfir mikilvægari hluti heldur en félagaskipti mín. Við settumst niður og ræddum málin af gagnkvæmri virðingu," sagði Thierry Henry leikmaður Barcelona, sem skoraði 226 mörk fyrir Arsenal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert