Brasilíski knattspyrnumaðurinn Anderson getur byrjað að spila með Manchester United á komandi leiktíð en í dag gáfu bresk yfirvöld út atvinnuleyfi fyrir leikmanninn.
Beiðni um atinnuleyfið var synjað í fyrstu þar sem leikmaðurinn hefur ekki náð tilskyldum landsleikjafjölda. United áfrýjaði þeim úrskurði og færði rök fyrir því að aldurs vegna hefði hann ekki náð að spila 75% leikja brasilíska landsliðsins sem er skilyrði ef veita á atvinnuleyfi. Í dag fékk svo Anderson grænt ljós frá yfirvöldum á Bretlandi um að hann sé orðinn löglegur með liðinu.