Fréttavefur BBC sagði í dag að samkvæmt sínum heimildum hefði Frank Lampard, miðjumaður enska landsliðsins í knattspyrnu, hafnað boði Chelsea um nýjan samning. Lampard sé samningsbundinn félaginu til vorsins 2009 og ætli að láta þar við sitja.
Lampard, sem skoraði 21 mark fyrir Chelsea á síðasta tímabili, hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og Juventus undanfarnar vikur og talað um 15 milljón punda kaupverð. Hann hefur samkvæmt reglum FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, rétt til að kaupa upp núgildandi samning og skipta um félag í framhaldi af því en talið er ólíklegt að hann nýti sér það.