Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool

Fernando Torres fagnar marki með spænska landsliðinu.
Fernando Torres fagnar marki með spænska landsliðinu. AP

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool nú síðdegis og er reiknað með að gengið verði endanlega frá félagaskiptum hans frá Atletico Madrid til Liverpool á morgun. Liverpool greiðir 26,5 milljónir punda, 3,4 milljarða króna, fyrir Torres sem verður þar með dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Torres mun gera sex ára samning við Liverpool en þessi 23 ára gamli framherji skoraði 14 mörk fyrir Atletico Madrid á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert