Umboðsmaður Heiðars ræðir við WBA

Heiðar Helguson ætlar að sjá hvað WBA hefur fram að …
Heiðar Helguson ætlar að sjá hvað WBA hefur fram að færa. AP

Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is

Það mun skýrast í vikunni hvort Heiðar Helguson yfirgefur enska úrvalsdeildarliðið Fulham og gengur til við enska 1. deildar liðið WBA en Fulham hefur boðið WBA Heiðar sem hluta kaupverðsins á senegalska framherjanum Diomansy Kamara.

Umboðsmaður Heiðars heldur til viðræðna við forráðamenn WBA í dag en Heiðar ræddi í gær við Lawrie Sanhez, knattspyrnustjóra Fulham, um framtíð sína hjá félaginu.

Heiðar sagði við Morgunblaðið að hann vildi sjá hvað WBA hefði fram að færa og hver framtíðarplönin væru hjá félaginu. Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert