Tevez: Hef lofað Ferguson að koma til United

Carlos Tevez skorar gegn Bandaríkjamönnum í S-Ameríkukeppninni.
Carlos Tevez skorar gegn Bandaríkjamönnum í S-Ameríkukeppninni. reuters

Argentínski knattspyrnumaðurinn Carlos Tevez segist hafa gefið Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United loforð um ganga til liðs við félagið. Hann segist ætla að gera allt sem hann geti til að félagaskiptin frá West Ham til United geti gengið í gegn en Tevez er samningsbundinn West Ham til 2010.

,,Í gegnum aðstoðarmenn mína hef ég gefið Alex Ferguson loforð um fara til Manchester United og leika með því á næstu leiktíð. Þegar ég gef loforð þá stend ég við það. Það er ekki til sá leikmaður sem getur hafnað tækifæri sem þessu og viðræðurnar eru komnar það langt að það er ekki hægt að slíta þeim núna. Ég hef verið heiðarlegur við West Ham og ég vona að stuðningsmenn félagsins skilji mig," segir Tevez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert