Beckham kynntur til sögunnar hjá LA Galaxy

David Beckham með keppnistreyju sína á fréttamannafundi í Los Angles …
David Beckham með keppnistreyju sína á fréttamannafundi í Los Angles síðdegis í dag. Reuters

David Beckham var nú síðdegis kynntur til sögunnar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu LA Galaxy á afar fjölmenni fréttamannafundi í Los Angels. Beckham mætti til leiks í sínu fínasta pússi en hann verður í keppnistreyju nr. 23 hjá liðinu.

,,Ég er fullur tilhlökkunar, bæði að byrja að æfa með liðinu og spila fyrsta leikinn. Ég er afar stoltur og hrærður yfir móttökunum sem ég fékk og það var ánægjulegt að sjá hversu magir stuðningsmenn mættu. Ég hef alltaf leitað yfir nýrri áskorun og einhverju spennandi í mínu lífi og mér finnst draumur vera að rætast hjá mér," sagði Beckham á fréttamannafundinum en eftir hann fór hann út á Depot Center leikvang félagsins þar sem 5 þúsund stuðningsmenn liðsins hylltu hann.

Beckham, sem er 32 ára gamall, leikur sinn fyrsta leik með LA Galaxy gegn bikarmeisturum Chelsea en liðin mætast í æfingaleik þann 21. júlí. Hann gerði fimm ára samning við félagið sem hefur ekki gengið sem skildi en það er í öðru sæti í vesturdeildinni eftir 12 leiki.

,,Á ferli mínum hef ég leikið með tveimur af stærstu félögum heims, Manchester United og Real Madrid. Ég hef leikið fyrir mína þjóð í 11 ár og er að spila fyrir hana sem er mikill heiður. Nú tekur við nýr kafli á ferli mínum og ég afar spenntur að takast við þetta örgrandi verkefni," sagði Beckham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert