Íslendingafélagið West Ham hefur í sumar selt fleiri ársmiða á leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en nokkru sinni fyrr. Nú er útlit fyrir að félagið þurfi í fyrsta skipti í 112 ára sögu sinni að setja þak á þann fjölda ársmiða sem félagið selur.
Í dag var tilkynnt að West Ham væri búið að selja 25.300 ársmiða og þar með eru aðeins rúm 10 þúsund sæti laus á hvern leik liðsins í vetur, fyrir almenna miðasölu.
Upton Park rúmar um 36 þúsund áhorfendur en fyrsti heimaleikur West Ham þar á komandi tímabili er gegn Manchester City í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar þann 11. ágúst.