Óvíst hvort Beckham verði með gegn Chelsea

Óvíst er hvort Beckham verði með gegn Chelsea á Laugardaginn.
Óvíst er hvort Beckham verði með gegn Chelsea á Laugardaginn. Reuters

Ekki er ljóst hvort að David Beckham muni leika sinn fyrsta leik með LA Galaxy á laugardaginn gegn Chelsea eins og fyrirhugað var, en þá mætast liðin í æfingaleik í Bandaríkjunum. Beckham meiddist á ökkla í landsleik Englendinga og Eista í júní og þau meiðsl tóku sig upp aftur þegar að hann flaug til Los Angeles frá London síðastliðinn fimmtudag.

Frank Yallop, þjálfari LA Galaxy sagði í gær að ekki væri ljóst hvort Beckham yrði klár í leikinn. ,,Hann hefur ekki getað gert mikið síðustu tvo daga. Ökklinn er frekar bólginn en við vonumst til að hann nái sér fljótt og geti tekið einhvern þátt í leiknum á laugardaginn. Augljóslega viljum við fá hann eins fljótt og við getum á leikvöllinn en við viljum ekki eiga það á hættu að meiðslin taki sig upp á ný" sagði Yallop.

Mikill áhugi er á leiknum í Bandaríkjunum og búið er að selja alla 27.000 miðana á leikinn auk þess sem hann er sýndur beint í sjónvarpi um öll Bandaríkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert