Stan Kroenke, amerískur auðkýfingur, er að undirbúa tilboð í Arsenal, samkvæmt Skysports. Fyrirtæki Kroenke, Kroenke Sports Enterprise, á 12 prósenta hlut í félaginu en til þess að geta gert formlegt yfirtökutilboð þarf hann að eignast 30 prósent hlut og er búist við því að Kroenke freisti því að ná þeim hlut á næstu dögum.
Kroenke er ekki ókunnugur íþróttafélögum því að hann á þegar NBA liðið Denver Nuggets, NHL liðið Colorado Avalanche og MLS liðið Colorado Rapids, auk þess að vera meðeigandi NFL liðsins St Louis Rams.
Ef að Kroenke eignast Arsenal verður hann ríkasti Ameríkaninn í ensku deildinni, ríkari en bæði Malcolm Glazer hjá Manchester United og Randy Lerner hjá Aston Villa.