Búlgarski landsliðsmaðurinn Martin Petrov, sem leikur með spænska liðinu Atletico Madrid, er sagður vera á leið til Manchester City. Tottenham hefur líka verið á höttunum eftir Petrov en svo virðist sem Sven-Göran Eriksson nýráðinn knattspyrnustjóri City hafi haft betur í baráttunni við kollega sinn hjá Tottenham. Martin Jol.
Petrov er 28 ára gamall sem Atletico Madrid keypti frá þýska liðinu Wolfsburg fyrir 980 milljónir króna árið 2005. Líklega þarf City að punga út sömu upphæð fyrir leikmanninn sem hefur leikið 43 leiki með Madridarliðinu í spænsku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk.