Ljungberg orðaður við West Ham

Fredrik Ljungberg er sterklega orðaður við West Ham í enskum …
Fredrik Ljungberg er sterklega orðaður við West Ham í enskum fjölmiðlum í dag. Reuters

Nokkrir breskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Íslendingaliðið West Ham sé við að ná samningi við sænska landsliðsfyrirliðann Fredrik Ljungberg sem er mála hjá Arsenal. West Ham er sagt reiðubúið að greiða 3 milljónir punda fyrir Ljungberg, sem er 30 ára gamall miðjumaður.

Þá er Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham sagður vera á höttunum eftir Kongómanninum Lomana LuaLua, framherjanum snjalla hjá Portsmouth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka