Liverpool enn á höttunum eftir Heinze

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ásamt Gabriel Heinze.
Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ásamt Gabriel Heinze. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segir að lögfræðingar félagsins vinni í að fá argentínska landsliðsmanninn Gabriel Heinze frá Manchester United til Liverpool. Heinze vill fara frá United en Sir Alex Ferguson, stjóri United, segir ekki koma til greina að selja Argentínumanninn til erkióvinanna í Liverpool.

Benítez segir að að Manchester United hafi hafnað tilboði frá Liverpool í Heinze sem hljóðaði upp á 6,9 milljónir punda en það er sama upphæð og United keypti leikmanninn frá franska liðinu Paris SG fyrir þremur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka