Mourinho: Mikil pressa á Liverpool

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea. Reuters

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea telur að mikil pressa verði á kollega sínum hjá Liverpool, Rafael Benítez, að vinna ensku úrvalsdeildina á komandi leiktíð en Benítez hefur verið stórtækur á leikmannamarkaðnum í sumar og hefur fjárfest í nýjum leikmönnum fyrir 40 milljónir punda, tæpa 5 milljarða króna.

,,Það er meiri pressa á Liverpool núna en hin síðari ári og maður skynjar að það séu miklar væntingar gerðar til liðsins," segir Mourinho en 17 ár eru liðin frá því þetta sigursælasta félag á Englandi hampaði meistaratitlinum síðast.

,,Síðustu þrjú árin hefur þetta verið einvígi á milli Manchester United og Chelsea um meistaratitilinn. Það er langt síðan Liverpool hefur unnið titilinn svo félagið vill svo sannarlega taka titilinn í ár. Ég hef heyrt það frá leikmönnum á borð við Steven Gerrard og Jamie Carragher að það verði að gerast núna og mér finnst eðlilegt og jákvætt að þeir segi það," segir Mourinho.

Portúgalski knattspyrnustjórinn reiknar með að baráttan komi til með að standa á milli Chelsea, Manchester United, Liverpool og Arsenal og þá tekur hann að Tottenham hafi alla burði á að blanda sér í titilbaráttuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka