Manchester United hafa ekki borist nein tilboð í sóknarmanninn Alan Smith að því er David Gill stjórnarformaður félagsins tjáði fréttamönnum í dag. Sir Alex Ferguson, stjóri United, gaf það kynna á dögunum að Smith gæti farið frá félaginu þar sem hann gæti ekki vænst þess að eiga fast sæti í liðinu á komandi leiktíð.
Middlesbrough hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Smith til liðs við sig og fleiri félög í úrvalsdeildinni hafa verið með leikmanninn undir smásjánni.
,,Það hafa komið fyrirspurnir en það hafa engin tilboð komið í Alan Smith enn sem komið er," sagði Gill.
Smith er 27 ára gamall sem gekk til liðs við Manchester United frá Leeds fyrir þremur árum. Smith varð fyrir alvarlegum meiðslum fyrir tæpum tveimur árum þegar hann fótbrotnaði illa í leik gegn Liverpool og eftir þau meiðsli hefur hann átt frekar erfitt uppdráttar.