Frakkinn Thierry Henry skoraði fyrir Barcelona í fyrsta leik sínum fyrir félagið þegar það lagði skoska úrvalsdeildarliðið Dundee United, 1:0, í æfingaleik í Skotlandi í kvöld. Henry, sem í sumar hafði vistaskipti frá Arsenal til Barcelona skoraði eina mark leiksins á lokamínútu leiksins.
Þegar leiktíminn var að renna út fékk Barcelona vítaspyrnu þegar Giovani var felldur. Henry, sem kom inná sem varamaður í síðari hálfleik, tók spyrnuna. Grzegorz Szamotulski markvörður Dundee United varði vítið en Henry náði frákastinu og skoraði.