Terry verður sá launahæsti

John Terry fagnar með John Mikel á síðustu leiktíð.
John Terry fagnar með John Mikel á síðustu leiktíð. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea, sem í dag skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið, verður hæst launaðasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Með nýja samningnum tvölfaldar Terry laun sín. Hann mun fá 135.000 pund á viku sem jafngildir 17 milljónum íslenskra króna.

Andriy Shevchenko og Michael Ballack, félagar Terrys hjá Chelsea, voru launahæstu leikmennirnir í úrvalsdeildinni en vikulaun þeirra eru 121.000 pund, ríflega 15 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert