Wenger: Ætlum að vera með í titilbaráttunni

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur gefið leikmönnum sínum skýr skilaboð fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Wenger segir ekki koma annað til greina en að berjast um enska meistaratitilinn, annað sé óásættanlegt.

,,Okkur hungrar í að ná góðum árangri. Mín skoðun er sú að við höfum nægilega góðan mannskap til að fara alla leið og það er markmiðið. Við náðum ekki ásættanlegum árangri á síðustu leiktíð. Í byrjun nóvember vorum við komnir 16 stigum á eftir toppliðinu en ásættlegt er að vera með í titilbaráttunni í mars, apríl og maí," segir Wenger en margir er spenntir að sjá hvernig strákunum hans Wengers vegnar án Thierry Henry sem er farinn til Barcelona.

,,Ég hef unnið hörðum höndum að þróa og þroska mitt liði. Við gerum okkur grein fyrir að keppnin er hörð og ekki síst vegna þess hve mörg lið hafa úr miklum fjármunum að spila. Þrátt fyrir að við höfum á að skipa ungu liði þá er liðið ekki án reynslu. Til dæmis hefur Fabregas spilað 100 leiki í úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera ekki nema 20 ára gamall."

Wenger tók við stjórninni hjá Arsenal árið 1996 og undir hans stjórn hefur félagið þrívegis orðið enskur meistari 1998, 2002 og 2004 og unnið bikarinn fjórum sinnum 1998, 2002, 2003 og 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert