Carragher hefur mesta trú á Chelsea

Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool.
Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool. Reuters

Jamie Carragher varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool hefur mesta trú á að Chelsea hampi Englandsmeistaratitlinum á komandi leiktíð. Hann segir að aðal markmið Liverpool á tímabilinu sé að landa titlinum en Liverpool, sigursælasta félagið á Englandi, varð síðast meistari fyrir 17 árum.

,,Manchester United gæti svo sem orðið meistari en mín tilfinning er sú að Chelsea sé sigurstranglegasta liðið. Með Petr Cech í markinu aldrei betri og John Terry í hjarta varnarinnar þá held ég að Chelsea eigi mjög góða möguleika á titlinum. Það lið sem tekst að hafa betur í baráttunni við Chelsea mun standa uppi sem sigurvegari. Manchester United hefur á frábæru liði að skipa en það mundi breyta miklu fyrir liðið að fá Carlos Tevez. Vonandi tekst nú samt ekki," segir Carragher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka