Eiður útilokar ekki West Ham

Eiður Smári fagnar marki með Barcelona á síðustu leiktíð.
Eiður Smári fagnar marki með Barcelona á síðustu leiktíð. Reuters

Arnór Guðjohnsen faðir Eiðs Smára Guðjohnsen og umboðsmaður segir í samtali við fréttavef Sky sjónvarpsstöðvarinnar að Eiður gæti alveg hugsað sér að ganga til liðs við West Ham en Íslendingaliðið er eitt liða sem hafa sýnt áhuga á að fá Eið í sínar raðir fari svo að hann yfirgefi Barcelona.

,,Ég hef heyrt um áhuga West Ham en það hafa engar viðræður átt sér stað enn sem komið er. Ef sá áhugi er fyrir hendi hjá West Ham þá er ég viss um að félagið mun hafa samband við mig," segir Arnór Guðjohnsen í viðtali við Sky fréttavefinn.

,,Eiður er meiddur sem stendur og vinnur í því að fá sig góðan af meiðslunum en hann mun íhuga vel ef það koma einhver tilboð upp á borðið. Barcelona hefur alltaf sagt við hann að það sé undir honum komið hvað hann vill gera. Það mun ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vill fara og forráðamenn liðsins hafa sagt að þeir yrðu ánægðir ef hann yrði um kyrrt," segir Arnór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert